Fréttir
Desember í Heiðarskóla
Desemberdagskrá skólans er komin út og er hún með hefðbundnu og notalegu sniði. Nemendur og starfsfólk skólans geta látið sig hlakka til að fá upplestur upp úr jólabókum, fá heitt súkkulaði og piparkökur, jólasöng á sal og að sjálfsögðu hátíðarmaturinn með ís í eftirrétt svo aðeins sé nefnt. Við hlökkum til að njóta hlýrra samverustunda í desember....
Lesa meiraTölfræðiverkefni hjá 5. bekk
Nemendur í 5. bekk hafa hafa undanfarnar vikur unnið spennandi hópaverkefni í tölfræði í stærðfræði þar sem áhersla var lögð á sjálfstæði, samvinnu og gagnagreiningu. Nemendur unnnu saman í tveggja til þriggja manna hópum og fengu það verkefni að móta eigin rannsóknarspurningu og safna gögnum með því að leggja spurningar fyrir aðra nemendur skólans...
Lesa meiraFernuflug_Snorri Þór Sævarsson
Textasamkeppnin, Fernuflug hóf sig til flugs nú í byrjun skólaárs þar sem grunnskólanemendum í 8.-10. bekk var boðið að taka þátt og senda inn texta undir yfirskriftinni ‚Hvað er að vera ég?‘. Um 1.200 textar bárust í keppnina. Snorri Þór Sævarsson, nemandi í Heiðarskóla, á texta sem valinn hefur verið til birtingar á mjólkurfernum MS en alls munu ...
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu
Í gær, 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu. Dagurinn er tileinkaður íslenskri tungu og minningu skáldsins og fræðimannsins Jónasar Hallgrímssonar, sem fæddist 16. nóvember árið 1807. Hefðin fyrir þessum degi hófst haustið 1995 þegar ákveðið var að tileinka íslenskunni sérstakan heiðursdag meðal annars í ljósi baráttu Jónasar fyrir verndun tungu...
Lesa meiraStarfsdagur 17. nóvember
Mánudaginn 17. nóvember er sameiginlegur starfsdagur allra grunnskóla í Reykjanesbæ. Nemendur eru í fríi þennan dag en starfsfólk skólans vinnur að ýmsum verkefnum. Frístundaheimili skólans er lokað þennan dag....
Lesa meira💙 Háttvísidagur í Heiðarskóla 💙
Í dag var Háttvísidagur í Heiðarskóla í tilefni af degi eineltis sem haldinn er ár hvert 8. nóvember. Háttvísi er eitt af einkunnarorðum Heiðarskóla, og á þessum degi viljum við minna á mikilvægi þess að sýna virðingu, vináttu og umhyggju bæði í orðum og gjörðum. Dagurinn hófst á því að kennarar útskýrðu markmið dagsins og síðan fóru allir út til ...
Lesa meiraUmsjónarmenn
Nýverið hóf Heiðarskóli spennandi verkefni sem kallast Umsjónarmenn, þar sem allir nemendur skólans taka virkan þátt í að halda umhverfi skólans snyrtilegu og fallegu. Nemendur í 8.–10. bekk bera nú ábyrgð á frágangi í matsalnum og á bláa gangi. Þeim hefur verið skipt niður í hópa sem sjá um að allt sé snyrtilegt og vel gengið frá eftir hádegismat....
Lesa meiraForeldrafélag Heiðarskóla færði nemendum nýja bolta ⚽🏀
Foreldrafélag Heiðarskóla færði á dögunum nemendum í 1.–7. bekk körfubolta og fótbolta , einn af hvoru fyrir hvern bekk. Mikil gleði og spenna skapaðist meðal nemenda þegar boltarnir voru afhentir og hefur leikgleðin verið í hávegum höfð á skólalóðinni síðan. 😄 Skólinn vill þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem eykur bæði...
Lesa meiraStyrkur frá BLUE bílaleigu
Heiðarskóli fékk á dögunum góðan styrk frá BLUE bílaleigu. Styrkurinn rennur til námsúrræða skólans Meistaravalla og Þingvalla. Með þessum styrk getum við haldið áfram að gera enn betra námsumhverfi fyrir alla nemendur sem þurfa á stoðþjónustu að halda. BLUE bílaleiga leggur mikinn metnað í og sýnir samfélagslega ábyrgð með því að halda árlegt Góð...
Lesa meiraLjóðakeppni Heiðarskóla 2025
Ljóðakeppni Heiðarskóla 2025 Spennandi tímar eru framundan í Heiðarskóla! Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember nk. er öllum nemendum boðið að taka þátt í skemmtilegri ljóðakeppni sem gefur þeim tækifæri til að sýna fram á sköpunargáfu sína og leikni með móðurmálið. Þetta er frábært tækifæri til að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín ...
Lesa meira















