Fréttir

Foreldrafélag Heiðarskóla færði nemendum nýja bolta ⚽🏀
28. október 2025
Foreldrafélag Heiðarskóla færði nemendum nýja bolta ⚽🏀

Foreldrafélag Heiðarskóla færði á dögunum nemendum í 1.–7. bekk körfubolta og fótbolta , einn af hvoru fyrir hvern bekk. Mikil gleði og spenna skapaðist meðal nemenda þegar boltarnir voru afhentir og hefur leikgleðin verið í hávegum höfð á skólalóðinni síðan. 😄 Skólinn vill þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem eykur bæði...

Lesa meira
Styrkur frá BLUE bílaleigu
28. október 2025
Styrkur frá BLUE bílaleigu

Heiðarskóli fékk á dögunum góðan styrk frá BLUE bílaleigu. Styrkurinn rennur til námsúrræða skólans Meistaravalla og Þingvalla.  Með þessum styrk getum við haldið áfram að gera enn betra námsumhverfi fyrir alla nemendur sem þurfa á stoðþjónustu að halda. BLUE bílaleiga leggur mikinn metnað í og sýnir samfélagslega ábyrgð með því að halda árlegt Góð...

Lesa meira
Ljóðakeppni Heiðarskóla 2025
24. október 2025
Ljóðakeppni Heiðarskóla 2025

Ljóðakeppni Heiðarskóla 2025 Spennandi tímar eru framundan í Heiðarskóla! Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember nk. er öllum nemendum boðið að taka þátt í skemmtilegri ljóðakeppni sem gefur þeim tækifæri til að sýna fram á sköpunargáfu sína og leikni með móðurmálið. Þetta er frábært tækifæri til að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín ...

Lesa meira
Bleiki dagurinn – möndlukökur og góðverk
24. október 2025
Bleiki dagurinn – möndlukökur og góðverk

Í tilefni Bleika dagsins þann 22. október tók nemendaráð skólans höndum saman og stóð fyrir ljúfri og góðgerðarfullri söfnun. Nemendaráð hafði samband við Mylluna sem sýndi frábæran stuðning og veitti afslátt af möndlukökum. Nemendaráð fór síðan með kökurnar um skólann og buðu þær bæði nemendum og starfsfólki sem tóku virkan þátt og keyptu kökur af...

Lesa meira
Kvennafrídagurinn
23. október 2025
Kvennafrídagurinn

Samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar hafa boðað til samstöðudags föstudaginn 24. október undir yfirskriftinni "Kvennaverkfall 2025". Reykjanesbær, eins og önnur sveitarfélög, hefur fengið hvatningu um að koma til móts við konur og kvár og skapa eftir bestu getu aðstæður á vinnustöðum til að þau geti tekið þátt í skipulagðri dagskrá dag...

Lesa meira
💖 Bleiki dagurinn í Heiðarskóla – miðvikudaginn 22. október 🎀
21. október 2025
💖 Bleiki dagurinn í Heiðarskóla – miðvikudaginn 22. október 🎀

Á morgun fögnum við Bleika deginum! 🌸 Þennan dag klæðumst við bleiku, berum Bleiku slaufuna og lýsum skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini. 💪✨ Við stöndum saman með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. 💗 Saman sendum við kærleik, styrk og von út í samfélagið. 🌷 Komdu ...

Lesa meira
Vetrarfrí og starfsdagar
13. október 2025
Vetrarfrí og starfsdagar

Dagana 15. og 20. október er vetrarfrí hjá nemendum og starfsfólki Heiðarskóla. Einnig verða starfsdagar 16. og 17. október og verður því lokað bæði í skólanum og á Frístundaheimilinu þessa daga. Á meðan mun hluti starfsfólks skólans fara í námsferð til Den Haag í Hollandi þar sem þau munu sækja sér nýja þekkingu og innblástur til að nýta í skólast...

Lesa meira
Heilsu- og forvarnardagar
30. september 2025
Heilsu- og forvarnardagar

Heilsu- og forvarnardagar Heilsu- og forvarnardagar í Heiðarskóla verða  dagana 1. – 3. október og verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Markmið daganna er að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðra lífshátta, hreyfingar og forvarna fyrir alla aldurshópa. Dagskrá helstu viðburða: Ólympíuhlaup ÍSÍ – Allir nemendur taka þátt í þessum skemmtilega...

Lesa meira
Ljósanótt í Heiðarskóla
8. september 2025
Ljósanótt í Heiðarskóla

Síðastaliðinn föstudag var skertur nemendadagur í Heiðarskóla þar sem lögð var áhersla á hreyfingu, samveru og gleði. Dagurinn hófst á gönguferð þar sem nemendur gengu saman með kennurum sínum og nutu fersks lofts og góðrar stemningar. Eftir fríminútur fengu nemendur að velja sér stöðvar að eigin vali og tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum við...

Lesa meira
Starfsmenn Flotans í heimsókn
3. september 2025
Starfsmenn Flotans í heimsókn

Í tengslum við Ljósanótt 2025 komu starfsmenn Flotans og samfélagslögreglunnar í Reykjanesbæ í heimsókn þar sem markmiðið var að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum til ungmenna og hvetja þau til að skemmta sér á öruggan hátt. Áherslan er á: Að ungmenni tilkynni ef þau verða vör við vopnaburð Að ungmenni tilkynni ef þau verða vitni að slagsmálum, ...

Lesa meira
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Hnetulaus