Frístundaheimilið

Frístundaheimili Heiðarskóla 

Umsjónarmaður frístundaheimilisins er Ingveldur Eyjólfsdóttir. Aðrir starfsmenn eru Lilja Ösp Þorsteinsdóttir, Karen Jónsdóttir, Inga Margrét Þorsteinsdóttir og Rúnar Þór Sigurgeirsson.

Viðtalstími alla daga frá 12:30 - 13:00 í frístundarrými eða í síma 864 6791

Sími: 864 6791
Ritari skólans: 420 4500

Tölvupóstur:  ingveldur.eyjolfsdottir@heidarskoli.is

Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og hefst eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 16.15.  Í frístund er skipulögð dagskrá þar sem hugað er að frjálsum leik, listum, fræðslu, hreyfingu ásamt næringu og hvíld. Starfsfólk skólans vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Frístundaheimilið hefur til afnota fjölnota stofu í gula turni, sal skólans, sérgreinastofur  og annað húsnæði sem þykir þörf á og hentar hverju sinni. Síðdegishressing er útbúin af Skólamat.

Frístundaheimilið starfar einnig á svokölluðum skertum nemendadögum en er lokaður á  starfsdögum og í vetrarleyfum skólans. Þegar sótt er um dvöl í frístundaheimilinu þarf að fylla út umsókn á Mitt Reykjanes. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn.  Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar.  Segja verður upp vistinni með tveggja vikna fyrirvara.  Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólaritara fyrir kl. 13.00 þá daga sem nemendur koma ekki í frístund.

Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir Frístundaheimilið. Fast mánaðargjald er kr. 16.480 á mánuði. Tímagjald er kr. 365 en þá er einungis greitt fyrir frístundavistunina. Síðdegishressing kostar kr. 125. 

Upplýsingabæklingur fyrir skólaárið 2020 - 2021:

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan