Námsráðgjöf

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru að veita nemendum ráðgjöf  um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. Náms- og starfsráðgjafi leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi og tekur þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum. Hann aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf, undirbýr nemendur undir flutning milli skóla og/eða skólastiga og fylgir þeim eftir inn í framhaldsskóla.

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans, svo sem kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á.  Nemendur Heiðarskóla eiga greiðan aðgang að námsráðgjafa skólans. Námsráðgjafi er talsmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu nema um sé að ræða mál sem tengast lífi, limum og almennum lögum.

Námsráðgjafi Heiðarskóla er María Guðmunda Pálsdóttir maria.g.palsdottir@heidarskoli.is

Ýmis eyðublöð fyrir nemendur og aðra sem vilja skipuleggja tíma sinn.

Vikuáætlun

Markmið vetrarins

Gagnlegar vefslóðir fyrir nemendur

Nám og störf:

Framhaldsskólinn:

Sjálfsöryggi og vellíðan:

Námstækni:

Prófundirbúningur:

Netnotkun:

Fjölmenning:

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan