Sjúkrapróf og verkefnaskil

Reglur um sjúkrapróf og verkefnaskil í 8.-10. bekk eru eftirfarandi:

Sjúkrapróf

- Komist nemandi ekki í próf á tilsettum tíma merkir kennari prófið með nafni hans, dagsetningu  og lokadagsetningu og skilar til ritara. Kennari sendir foreldrum tilkynningu um að prófið sé komið í sjúkraprófshólfið ásamt þeim tíma sem nemandi hefur til þess að leysa prófið.

- Hjá ritara verður prófamappa með hólfum fyrir hvern árgang á unglingastigi. 

- Á föstudögum kl. 14.00-15.00 geta nemendur leyst próf sem þeir hafa misst af í stjórnendarými. Nemendur tilkynna sig til námsráðgjafa og finnur hann nemendum stað til þess að leysa prófið. Mikilvægt er að nemendur virði þessi tímamörk og mæti stundvíslega kl. 14.00.

- Nemendur hafa að hámarki tvær vikur eftir að próf hefur verið lagt fyrir til að leysa það og er þá miðað við þá dagsetningu sem kennari skráir á prófið.

- Sé nemandi veikur eða í leyfi í lengri tíma gildir sú regla að frá og með þeim degi sem hann kemur aftur í skólann hefur hann tvær vikur til að leysa prófin samkvæmt ofangreindu fyrirkomulagi.

- Ekki er leyfilegt að sleppa kennslustund til þess að geta tekið sjúkrapróf.

- Foreldrum ber að hafa samband við þann kennara sem leggur prófið fyrir ef þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Einnig geta nemendur leitað til námsráðgjafa og fengið aðstoð við að skipuleggja próftöku ef um mörg próf eða tímaskort er að ræða. 

Verkefnaskil

- Fyrir hvern dag sem dregst að skila verkefni hefur það áhrif á mat á verkefninu

- Þetta á ekki við ef um veikindi eða leyfi á skiladegi er að ræða.

- Ef verkefni hefur ekki verið skilað viku eftir skiladag hefur kennari samband við foreldra.

- Ef verkefni hefur ekki verið skilað tveimur vikum eftir skiladag hefur nemandi ekki lengur möguleika á að skila verkefninu og fær verkefnið ekki metið.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan