Samskipta og eineltisáætlun

Einelti er alvarlegt

Í stefnu skólans er lögð sú skylda á herðar starfsmanna skólans og foreldra/forráðamenn að vera vakandi fyrir líðan og velferð nemenda. Ef grunur leikur á eða staðfesting liggur fyrir að slæm samskipti og/eða einelti eigi sér stað er það skýr stefna skólans að tekið sé á málinu strax. Samskipta- og eineltismál eru mismunandi og fer vinna hvers máls eftir eðli þess.

Mikilvægt er að koma ábendinum um grun eða staðfestingu um samskiptavanda/eineltis sem allra fyrst til starfsmanns skóla sem svo hægt sé að leysa málin á farsælan hátt með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi. Starfsmaður skóla aðstoðar svo viðkomandi við að koma málinu áfram til deildarstjóra þar sem fyllt er út eyðublað vegna málsins. Eyðublaðið er hér á heimasíðunni.

Þegar grunur vaknar um einelti er unnið eftir viðbragðsáætlun skólans. Öllum málum sem snúa að grun um einelti er vísað til nemendaverndarráðs sem sér um að tryggja vinnuferlið.

Samskipta og eineltisteymi

Í Heiðarskóla er starfandi teymi um samskiptavanda og einelti. Í teyminu sitja:

  • Deildarstjóri yngra stigs
  • Deildarstjóri elsta stigs
  • Námsráðgjafi skólans
  • Kennari

Deildarstjóri elsta stigs er teymisstjóri.

Teymið heldur reglulega fundi, er með fræðslu um eineltismál og heldur þannig áætlun skólans lifandi. Teymið er ráðgefandi fyrir starfsfólk skólans, nemendur og forráðamenn.

Forvarnarstarf gegn einelti

Heiðarskóli vinnur að því að fyrirbyggja einelti með fræðslu fyrir nemendur og starfsfólk.

Allir þurfa að deila ábyrgð, sýna virðingu og láta sig líðan annarra varða. Kennarar halda reglulega bekkjarfundi með nemendum þar sem m.a. eru umræður um góð lífsgildi og alvarleika eineltis.

Reglulega eru gerðar kannanir á því hvort að nemendur hafi orðið fyrir einelti. Niðurstöður þessara kannana eru ræddar í starfsmannahópnum og brugðist við á skipulegan hátt ef um einelti er að ræða. Niðurstöður eru einnig kynntar í skólaráði.

Forvarnir - Hvað geta foreldrar gert?

Hér er að finna góðan gátlista fyrir foreldra/forráðamenn sem hægt er að nýta sér ef upp kemur grunur um einelti. 

Meðferð eineltismála

Ef grunur vaknar um einelti er unnið eftir samræmdum verklagsreglum Reykjanesbæjar sem sjá má hér. 

Samhæfing

Allir kennarar/starfsmenn eiga að sýna sanngjörn viðbrögð og vera sjálfum sér samkvæmir frá einum degi til annars.

Tilkynning um samskiptavanda/einelti (e. bullying)

Mikilvægt er að þeir sem hafa grun um að einelti eigi sér stað tilkynni það skólanum á þar til gerðum eyðublöðum.

(e. It is important that those who suspect that bullying is taking place report it to the school in the appropriate forms). 

Eyðublaðið á íslensku smella hér

Report form - English

Powianomienie - Polish

Vinnuferlar skólans

Vinnuferill 1 - Grunur um einelti
Vinnuferill 2 - Áframhaldandi vinna

Skráning

Öll eineltismál, grunur eða staðfesting eru skráð á sérstakt skráningarblað af þeim sem heldur utan um málið. Skráningin er liður í því að hafa yfirlit yfir umfang og eðli eineltismála í skólanum.

Samskipta og eineltisteymi ber ábyrgð á að eineltismálum sé fylgt eftir. Skólastjóri ber þó endanlega ábyrgð á lausn eineltismála.

Samskipta og eineltisáætlun skólans má sjá í heild sinni hér:

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan