Fréttir

Eysteinn Hauksson með fyrirlesturinn Besta víman
7. nóvember 2019
Eysteinn Hauksson með fyrirlesturinn Besta víman

Eysteinn Hauksson, knattspyrnuþjálfari, flutti fyrirlestur sinn Besta víman fyrir nemendur í 8. - 10. bekk í gær. Fyrirlesturinn hefur forvarnargildi en Eysteinn fjallaði um kosti þess að lifa lífinu án vímuefna og benti á hvaða aðrar leiðir er hægt að velja til þess að öðlast vellíðan í líkama og sál. Nemendur hlustuðu af athygli á Eystein og var ...

Lesa meira
Gjöf frá foreldrafélaginu sem mun nýtast vel
7. nóvember 2019
Gjöf frá foreldrafélaginu sem mun nýtast vel

Í tilefni af 20 ára afmæli Heiðarskóla gaf foreldrafélagið skólanum afar veglega gjöf sem vafalaust mun nýtast mjög vel. Um er að ræða þráðlausa hátalara með hljóðnema. Guðný Kristjánsdóttir var stjórn foreldrafélagsins innan handar þegar gjöfin var keypt en hún hefur einmitt lánað skólanum hátalara við ýmis tilefni. Kristján Freyr, formaður foreld...

Lesa meira
20 ára afmælishátíð Heiðarskóla
6. nóvember 2019
20 ára afmælishátíð Heiðarskóla

20 ára afmælishátíð Heiðarskóla var haldin í dag. Hátíðin hófst kl. 9.30 í íþróttasalnum þar sem nemendur, starfsfólk og góðir gestir komu saman og nutu þess sem þar fór fram. Allir nemendur í 1. - 4. bekk hófu dagskrána með Heiðarskólasöngnum og sungu þeir einnig Óskasteina af mikilli snilld. Kynnarnir Magnús Már, Sigrún Erna og Tómas Ingi úr 10. ...

Lesa meira
Fræðsla fyrir foreldra í 8. - 10. bekk
21. október 2019
Fræðsla fyrir foreldra í 8. - 10. bekk

Í morgun hitti Kristján Freyr Geirsson foreldra nemenda í 8. – 10. bekk. Markmið fundarins var að ræða vímuefnaneyslu ungmenna á svæðinu. Meðal annars var farið yfir helstu samskiptamiðla sem eru nýttir til þess að nálgast efnin, í hvaða formi nemendur neita efnanna og hvert er hægt að leita ef grunur er um neyslu hjá ungmenni. Við þökkum þeim sem ...

Lesa meira
Sameiginlegt listaverk í tilefni 20 ára afmælis
21. október 2019
Sameiginlegt listaverk í tilefni 20 ára afmælis

Undanfarnar vikur hafa nemendur og starfsmenn unnið að sameiginlegu afmælisverki. Hver og einn býr til einskonar ullarflís og mun samsett verk prýða Skólagötu (ganginn gula og rauða megin) frá og með afmælishátíðinni sem verður þann 6. nóvember. Verkin eiga að minna á tákn uppbyggingarstefnunnar, hús, stjörnu, hjarta, blöðru, fiðrildi eða annað sem...

Lesa meira
Starfsdagar, vetrarfrí og afmæli
21. október 2019
Starfsdagar, vetrarfrí og afmæli

Framundan er óvenju langt frí hjá nemendum okkar. Miðvikudagurinn 23. október er skertur dagur hjá okkur en þann dag munu nemendur fást við verkefni sem tengjast einu einkunnarorði skólans, háttvísi og Uppbyggingarstefnunni. Nemendur á unglingastigi fara þó eftir sinni stundatöflu á valgreinatímanum milli 8.10 - 9.30. Skóladegi allra nemenda lýkur ...

Lesa meira
Bleikur dagur í Heiðarskóla
10. október 2019
Bleikur dagur í Heiðarskóla

Föstudagurinn 11. október verður bleikur dagur í Heiðarskóla en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Til að sýna baráttunni stuðning hvetjum við starfsfólk og nemendur til að mæta í skólann í einhverju bleiku þennan dag....

Lesa meira
Markmiðasetningadagur
27. september 2019
Markmiðasetningadagur

Þriðjudagurinn 1. október er markmiðasetningardagur í Heiðarskóla. Þann dag eiga kennarar, nemendur og foreldrar/forráðamenn í 2. - 10. bekk samtal um markmið nemenda fyrir skólaárið og fleira. Foreldrar barna í 1. bekk eru boðaðir á lestrarfræðslu á sal skólans kl. 8.15 - 8.45. Áhersla er lögð á að allir nemendur í 1. bekk eigi a.m.k. einn fulltr...

Lesa meira
Einar Mikael töframaður í heimsókn
6. september 2019
Einar Mikael töframaður í heimsókn

Einar Mikael töframaður heimsótti 1. - 4. bekk í dag. Tilefnið var 20 ára afmæli Ljósanætur og tilraun til að slá Íslandsmet í töfrabrögðum.  Hann kenndi nemendum einfaldan spilagaldur og hvatti þau til að mæta við stóra sviðið á morgunn kl.15:30 til þess að taka þátt í Íslandsmetinu.  Einnig gaf hann öllum eitt spil sem þau geta mætt með á morgunn...

Lesa meira
Bekkjarnámskrár
4. september 2019
Bekkjarnámskrár

Unnið er að breytingum á bekkjarnámskrám.  Þær verða birtar eins fljótt og auðið er....

Lesa meira
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan