Fréttir

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs
8. júní 2022
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs

Verkefnið Skólaslit hlaut Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar í dag við hátíðlega athöfn. Heiðarskóli ásamt öllum grunnskólum Reykjanesbæjar, nemendum og starfsfólki, tók þátt í þessu verkefni sem mikil ánægja var með. Auk hvatningarverðlaunanna fengu kennarar í Heiðarskóla sérstaka viðurkenningu fræðsluráðs fyrir tvö önnur verkefni; Lestrarverkefni ...

Lesa meira
Skólaslit og útskrift 10. bekkinga 2022
7. júní 2022
Skólaslit og útskrift 10. bekkinga 2022

Skólaárinu 2021 – 2022 var slitið föstudaginn 1. júní. Skólaslitin voru að venju þrískipt, fyrir 1.-3. bekk, 4.-6. bekk, 7.-9. bekk og svo útskrift 10. bekkjar.  Skólaslit: Í 1. - 9 . bekk las fulltrúi hvers bekkjar upp bekkjarskýrslu þar sem m.a. komu fram upplýsingar um það sem þeim fannst merkilegast á skólaárinu, hvað þau lærðu mest, hvað var s...

Lesa meira
Skólaslit 2022
2. júní 2022
Skólaslit 2022

Skólaslit fara svo fram föstudaginn 3. júní og eru tímasetningar eftirfarandi: Kl. 09.00 - 1., 2. og 3. bekkur. Kl. 10.00 - 4., 5. og 6. bekkur. Kl. 11.00 - 7., 8. og 9. bekkur. Kl. 13.00 - Útskrift 10. bekkjar   Að lokinni útskrift 10. bekkinga er nemendum og foreldrum þeirra boðið til kaffisamsætis....

Lesa meira
Samstarfsverkefni með Isavia
31. maí 2022
Samstarfsverkefni með Isavia

Í gær fengu 4.bekkingar heimsókn frá verkfræðingum og arkitektum hjá Isavia sem voru með nemendum á vinnustofu þar sem nemendur fengu tækifæri til að spreyta sig á hönnunarverkefni. Gestirnir byrjuðu á að segja þeim frá flugvellinum og stækkun hans, voru með líkön af flugstöðinni og nýrri viðbyggingu og útskýrðu hönnunarferli fyrir öllum. Nemendur ...

Lesa meira
Bókagjöf frá Mörthu Eiríksdóttur.
25. maí 2022
Bókagjöf frá Mörthu Eiríksdóttur.

Í dag afhenti Martha Eiríksdóttir skólanum bekkjarsett af bók sinni Mei mí beibísitt sem inniheldur áhugaverðar og skemmtilegar æskuminningar hennar úr heimabæ hennar Keflavík. Martha er grunnskólakennari að mennt og lét því kennsluleiðbeiningar að sjálfsögðu ekki vanta. Við kunnum Mörthu okkar bestu þakkir fyrir þessa rausnalegu gjöf sem vafalaust...

Lesa meira
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og úrslit í Skólahreysti.
23. maí 2022
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og úrslit í Skólahreysti.

Tveir nemendur í 7. KSK þær Elín Sóley og Erla kepptu í úrslitum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG). Þær fóru áfram með hugmynd sína „Local Iceland“ sem er app fyrir ferðamenn um áhugaverða staði á Íslandi. Fyrst tóku þær þátt í vinnusmiðju í tvo daga þar sem unnið var áfram með hugmynd þeirra og einnig fengu allir þátttakendur kennslu og leiðs...

Lesa meira
Nemendur í 7. bekk komust áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
10. maí 2022
Nemendur í 7. bekk komust áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.

Nemendur í 5. - 7. bekk unnu að nýsköpunarverkefni í vetur og tóku um leið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG). NKG hefst á haustin og lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í...

Lesa meira
Ljóðasamkeppni Heiðarskóla
4. maí 2022
Ljóðasamkeppni Heiðarskóla

...

Lesa meira
Grís styrktarsýning
2. maí 2022
Grís styrktarsýning

Þriðjudaginn 3. maí, verður sérstök styrktarsýning á söngleik unglingastigs Grís, á sal skólans kl. 20:00. Sýningin tekur tæpa klukkustund og kostar miðinn 1000 kr. Allur ágóði sýningarinnar mun renna óskertur til Krabbameinsfélag Suðurnesja. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að nýta þetta síðasta tækifæri til að sjá söngleikinn, já eða að koma...

Lesa meira
Skóladagatal 2022 - 2023
2. maí 2022
Skóladagatal 2022 - 2023

Fræðsluráð hefur samþykkt skóladagatal næsta skólaárs. Skólastarf nemenda hefst 23. ágúst, 2022.  Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið. Skóladagatalið má finna í stærri upplausn með því að smella á myndina hér að neðan;...

Lesa meira
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan