Skólasöngur

Hér má hlusta á skólasöng Heiðarskóla - Smellið hér

Skólinn á heiðinni

Árla morguns allt er hljótt, svo kvikna ljósin furðu fljótt,
í skólann skundum stundum þreytt en sæl og glöð þó yfirleitt.
Að lesa, skrifa, lita, læra og ótal margt sem þarf að ræða,
að beita hamri, sleif og nál, á heiðinni er ekkert mál.

Viðlag:
Í Heiðarskóla störfum við, stöndum saman hlið við hlið,
háttvís, heilbrigð, kát og klár, svo margt sem að við ... kunnum uppá hár.

Vinir vapp´á göngunum og viðra sig í hléunum,
í tímum hér og tímum þar, virkir krakkar allsstaðar.
Að sprett´ úr spor´ í íþróttum, að æf´ okkur í sundtökum,
að læra tvö, þrjú tungumál, á heiðinni er ekkert mál.

Viðlag.

Að loknum skóladeginum, á bökin skellum töskunum,
spjöllum saman, hlæjum dátt og dyrnar opnast uppá gátt.
Að læra heima, leik´ okkur, að hafa gaman, skemmt´ okkur,
að njóta stundar, næra sál, á heiðinni er ekkert mál.

Viðlag.


Texti og lag eftir Bryndísi Jónu Magnúsdóttur

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan