Fréttir
Hárgreiðsluval æfði fléttur
Nemendur í hárgreiðsluvali hafa verið að vinna með að gera allskonar fléttur og í dag fengu þau nemendur úr 1. og 2. bekk til að æfa sig á. Bæði stelpurnar í hárgreiðsluvali og þær stelpur sem komu úr 1. og 2. bekk voru hæstánægðar með árangurinn og samvinnuna. Myndir má sjá í myndaalbúmi....
Lesa meiraGöngum í skólann_bæjarstjórinn í heimsókn
Heiðarskóli tekur þátt í verkefninu "Göngum í skólann" sem er á vegum ÍSÍ. Þar eru nemendur og starfsfólk hvött til að ganga í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Í morgun kom bæjarstjórinn okkar, Kjartan Már Kjartansson,...
Lesa meiraFriðarhlauparar komu við í Heiðarskóla
Í upphafi dags komu hlaupagarpar í heimsókn til 4. bekkjar á vegum Friðarhlaupsins. Eins og segir á vefsíðu verkefnisins er Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem er vettvangur fyrir einstaklinga til að leggja rækt við drauminn um frið. Um allan heim hafa ungir sem aldnir tekið logandi friðarkyndilinn í h...
Lesa meiraGarðar Júlian vann teiknimyndasamkeppni Draw a Scientic
Garðar Júlian sigraði teiknimyndasamkeppni á vegum Breska sendiráðsins sem heitir Draw a Scientic. Samkeppnin var haldin á síðasta skólaári en verðlaunaafhending fór fram núna á haustdögum. Samkeppnin var fyrir börn á aldrinum fimm til fjórtán ára. Þeirra verkefni var að teikna vísindamanneskju og gefa henni nafn. Nær 200 myndir bárust í keppnina ...
Lesa meiraLjósanótt; Föstudagsfjör í Heiðarskóla
Í tilefni af Ljósanótt var haldin útihátíð s.l. föstudag í Heiðarskóla. Nemendur og starfsfólk, ásamt elstu deildum leikskólanna Garðasels og Heiðarsels skemmtu sér vel í ýmsum leikjum og dansi í frábæru veðri. Myndir má sjá í myndasafni....
Lesa meiraSetning Ljósanætur
Í dag fimmtudaginn 1. september fór setning Ljósanætur fram í skrúðgarðinum í Keflavík. Elstu nemendur í leikskólum Reykjanesbæjar ásamt nemendum í 3. bekk og 7. bekk í öllum grunnskólum bæjarins voru viðstödd setninguna. Fyrst var ljósanæturfáni dreginn að hún við skólann og voru það þau Rafael og Arney Lára í 7. bekk sem flögguðu fánanum. Síðan g...
Lesa meiraSkólasetning Heiðarskóla
Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst: Kl. 09.00 mæta nemendur í 2., 3. og 4. bekk kl. 10.00 mæta nemendur í 5., 6. og 7. bekk kl. 11.00 mæta nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Á skólasetningunni verður flutt stutt ávarp en síðan er haldið í stofur með umsjónarkennara. Þar fara kennarar yfir helstu áherslur í námi og kennslu. Farið verður yfir nám...
Lesa meiraVið erum mætt til starfa!
Skrifstofa skólans er opin aftur eftir sumarfrí. Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst og má sjá skóladagatal næsta skólaárs hér. Við erum spennt fyrir komandi skólaári og hlökkum til að hitta nemendur eftir gott sumarfrí....
Lesa meiraSumarkveðja
Starfsfólk Heiðarskóla þakkar nemendum, foreldrum og öðrum aðstandendum, stjórn foreldrafélagsins og samstarfsaðilum fyrir gott samstarf og ánægjulegar stundir á skólaárinu 2021 - 2022. Það er ósk okkar að þið njótið sumarsins og við hlökkum til að starfa með ykkur á næsta skólaári. Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 24. júní og opnar aftur fi...
Lesa meiraSjálfsmatsskýrsla skólaársins 2021 - 2022
Sjálfsmatskýrsla fyrir skólaárið 2021 - 2022 hefur verið birt á vefsíðunni. Hana má einnig finna hér með því að smella á myndina....
Lesa meira