8. júní 2022

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs

Verkefnið Skólaslit hlaut Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar í dag við hátíðlega athöfn.
Heiðarskóli ásamt öllum grunnskólum Reykjanesbæjar, nemendum og starfsfólki, tók þátt í þessu verkefni sem mikil ánægja var með. Auk hvatningarverðlaunanna fengu kennarar í Heiðarskóla sérstaka viðurkenningu fræðsluráðs fyrir tvö önnur verkefni; Lestrarverkefni í Heiðarskóla sem þær Ingunn Rós, Guðbjörg Fríða og María halda vel utan um og svo söngleikinn Grís sem þær Esther, Daníella og Guðný leikstýra með miklum sóma.
Við óskum þessum aðilum öllum innilega til hamingju.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan