Nemendur í 7. bekk komust áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Nemendur í 5. - 7. bekk unnu að nýsköpunarverkefni í vetur og tóku um leið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG). NKG hefst á haustin og lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í kjölfarið er haldið lokahóf þar sem forseti Íslands afhendir stórglæsileg verðlaun og viðurkenningarskjöl.
Þær Elín Sóley Finnsdóttir og Erla Ingimundardóttir nemendur í 7. KSK sendu inn umsókn í keppnina og komust þær áfram með hugmyndina "Local Iceland" sem er app til að lokka erlenda ferðamenn til Reykjanesbæjar. Þær fá tækifæri til að fullvinna hugmyndina með aðstoð frá fagfólki.
Við erum afar stolt af þeim stöllum og óskum þeim innilega til hamingju.