Fréttir
Skólahreysti riðlakeppni 2022
Keppendur í Skólahreysti hófu keppni í sínum riðli í gær og enduðu í 2. sæti sem er flottur árangur. Það var lítill munur var á 1. og 2. sæti. Mikil stemming var í Mýrinni og stuðningsfólk okkar stóð sig frábærlega og hvöttu lið sitt til dáða. Bæði keppendur og stuðningsfólk voru skólanum til mikils sóma....
Lesa meiraKeppni hefst í Skólahreysti
Heiðarskóli keppir í riðlakeppni Skólahreystis í dag sem fram fer í íþróttamiðstöðinni Mýrinni í Garðabæ. Keppnin hefst kl. 17:00 þar sem 10 skólar keppa í þessum sama riðli. Við sendum keppendum baráttukveðjur - Áfram Heiðarskóli...
Lesa meiraÞemadagar í Heiðarskóla
Frábærum þemadögum lokið. Síðustu þrjá daga fyrir páskafrí voru þemadagar í skólanum. Þemað var að þessu sinni tengt kvikmyndum þar sem yngsta stigið var með Disney þema, miðstigið var með Marvel þema og elsta stigið Harry Potter þema. Nemendum sem var blandað saman þvert á árganga á sínu stigi, nutu sín vel í alls konar stöðvum og lögðu mikla vinn...
Lesa meiraAukasýning á Grease
Sýningar á Grease hafa gengið mjög vel og verið frábær mæting síðustu kvöld, því var ákveðið að setja aukasýningu í kvöld kl. 20:00. Við hvetjum alla til að koma og sjá nemendur okkar blómstra í þessari frábæru sýningu....
Lesa meiraLitríkir/skrautlegir sokkar, 30. mars.
Á morgun miðvikudag 30. mars ætlum við í Heiðarskóla að mæta í skrautlegum/litríkum sokkum. Við hlökkum til að fagna fjölbreytileikanum með nemendum og starfsfólki....
Lesa meiraStarfsdagur 29. mars
Þriðjudaginn 29. mars er starfsdagur í Heiðarskóla. Þann dag eru nemendur í fríi og frístundaskólinn lokaður....
Lesa meiraSkólahreysti undankeppni 2022
Á dögunum var hreystikeppni Heiðarskóla haldin. Þar keppa nemendur sem eru í skólahreysti-vali innbyrðis um hver keppir fyrir hönd skólans í Skólahreysti. 4. - 6. bekkur voru áhorfendur og hvöttu þau keppendur til dáða. Nemendur stóðu sig allir virkilega vel og var mjótt á munum. Þeir nemendur sem komust áfram eru: Jón Steinar Mikaelsson (hraðabrau...
Lesa meiraGettu Enn Betur
Seinni undanúrslitarkvöldið í Gettu enn betur, spurningakeppni grunnskóla á Suðurnesjum, fór fram í gærkvöldi í Heiðarskóla. Lið Heiðarskóla keppti á móti liði Stóru Vogaskóla. Í liði Heiðarskóla voru þau Jón Logi, Hildir, Inga Bryndís og varamaður Þórunn. Leikar fóru þannig að lið Heiðarskóla sigraði með 34 stigum gegn 19. Vel gert hjá okkar fólki...
Lesa meiraGlæsilegri árshátíð lokið
Árshátíð Heiðarskóla lauk í dag með glæsibrag. Árshátíð var að venju þrískipt, 1. – 4. bekkur og 5. – 7. bekkur var með sína árshátíð föstudaginn 18. mars en 8. – 10. bekkur hélt sína árshátíð 23. mars. Að venju voru atriði nemenda mjög flott og mikið lagt í þá vinnu sem þar fór fram. Á árshátíð 1. - 4. bekkjar voru söngvar sungnir, vísur kveðna...
Lesa meira