Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og úrslit í Skólahreysti.
Tveir nemendur í 7. KSK þær Elín Sóley og Erla kepptu í úrslitum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG). Þær fóru áfram með hugmynd sína „Local Iceland“ sem er app fyrir ferðamenn um áhugaverða staði á Íslandi. Fyrst tóku þær þátt í vinnusmiðju í tvo daga þar sem unnið var áfram með hugmynd þeirra og einnig fengu allir þátttakendur kennslu og leiðsögn í ræðumennsku. Á laugardag var svo hátíðin sjálf og úrslit kynnt. Tæplega 600 hugmyndir bárust í keppnina og af þeim voru 25 verkefni valin á vinnustofu. Það er því frábær árangur sem þær stöllur náðu. 6 nemendur voru svo valdir úr hópnum til að flytja sína ræðu og voru Erla og Elín Sóley valdar í þann hóp og fluttu ræðu um verkefni sitt fyrir framan fullan sal af fólki.
Á laugardaginn fór fram úrslitakeppni í Skólahreysti. Lið Heiðarskóla skipað þeim Heiðari Geir, Jóni Steinari, Katrínu og Þórunni Önnu stóðu sig mjög vel. 12 skólar af 110 komust í úrslit og er þessi árangur því mjög flottur. Skemmtilegt er að segja frá því að af þeim 12 sem voru í úrslitum voru 4 skólar úr Reykjanesbæ sem má teljast frábær árangur.
Eins og svo oft áður erum við ákaflega stolt af þessum nemendum okkar sem voru að keppa fyrir hönd Heiðarskóla í NKG og Skólahreysti.