Frístundaheimilið
Frístundaheimili Heiðarskóla
Umsjónarmaður frístundaheimilisins er Ingveldur Eyjólfsdóttir.
Í viðmiðum um gæði frístundaheimila er gert ráð fyrir að fagmenntaður forstöðumaður stýri starfseminni og veiti henni faglega forystu.
Viðtalstími alla daga frá 12:30 - 13:00 í frístundarrými eða í síma 864 6791. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að skrá forföll til skrifstofustjóra við fyrsta tækifæri.
Sími: 864 6791
Skrifstofustjóri: 420 4500
Tölvupóstur: ingveldur.eyjolfsdottir@heidarskoli.is
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og hefst eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 16.15. Í frístund er skipulögð dagskrá þar sem hugað er mest að frjálsum leik, útiveru og hreyfingu. Markmið starfsins er að hver einstakingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Starfsfólk skólans vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Frístundaheimilið hefur til afnota fjölnota stofu í gula turni, sal skólans, sérgreinastofur, íþróttahúsi skólans og annað húsnæði sem þykir þörf á og hentar hverju sinni. Síðdegishressing er útbúin af Skólamat.
Frístundaheimilið er lokað á eftirtöldum dögum: starfsdögum, á skólasetningu, skólaslitum og þegar árshátíð og jólahátíð er í skólanum. Þegar sótt er um dvöl í frístundaheimilinu þarf að fylla út rafræna umsókn á Mitt Reykjanes. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar. Segja verður upp vistinni með tveggja vikna fyrirvara. Mikilvægt er að tilkynna allar breytingar á vistundatíma barns beint á netfang umsjónarmanns og á mittreykjanes.is Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólaritara fyrir kl. 13.00 þá daga sem nemendur koma ekki í frístund.
Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir Frístundaheimilið. Fast mánaðargjald er kr. 18.940 kr. á mánuði (síðsegishressing innifalin). Tímagjald er kr. 412 kr. en þá er einungis greitt fyrir frístundavistunina. Síðdegishressing kostar kr. 156 kr./dag. Athugið þetta er birt með fyrirvara um breytingu á gjaldskrá.