23. júní 2022

Sumarkveðja

Starfsfólk Heiðarskóla þakkar nemendum, foreldrum og öðrum aðstandendum, stjórn foreldrafélagsins og samstarfsaðilum fyrir gott samstarf og ánægjulegar stundir á skólaárinu 2021 - 2022. Það er ósk okkar að þið njótið sumarsins og við hlökkum til að starfa með ykkur á næsta skólaári. 

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 24. júní og opnar aftur fimmtudaginn 4. ágúst. Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst og má sjá skóladagatal næsta skólaárs hér.

Hægt er að skrá nemendur í skólann í gegnum Mitt Reykjanes og ef erindið er brýnt þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið heidarskoli@heidarskoli.is

Hér er myndband af nemendum og starfsfólki Heiðarskóla dansa saman á Heiðarleikunum, mikil gleði, samstaða og kraftur í hópnum okkar: /media/2/video-20220601-162159-b523e91b.mov

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan