1. september 2022

Setning Ljósanætur

Í dag fimmtudaginn 1. september fór setning Ljósanætur fram í skrúðgarðinum í Keflavík. Elstu nemendur í leikskólum Reykjanesbæjar ásamt nemendum í 3. bekk og 7. bekk í öllum grunnskólum bæjarins voru viðstödd setninguna. Fyrst var ljósanæturfáni dreginn að hún við skólann og voru það þau Rafael og Arney Lára í 7. bekk sem flögguðu fánanum. Síðan gengu þessir nemendahópar saman niður í skrúðgarð og tóku virkan þátt í skemmtilegri dagskrá. 

Á morgun föstudag verður útihátíð við skólann fyrir alla nemendur og elstu deildir leikskólanna Garðasels og Heiðarsels. Hefst hún kl. 12:00 og skóla lýkur kl. 13:10.  

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan