8. september 2022

Friðarhlauparar komu við í Heiðarskóla

Í upphafi dags komu hlaupagarpar í heimsókn til 4. bekkjar á vegum Friðarhlaupsins. Eins og segir á vefsíðu verkefnisins er Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem er vettvangur fyrir einstaklinga til að leggja rækt við drauminn um frið. Um allan heim hafa ungir sem aldnir tekið logandi friðarkyndilinn í hönd og stigið skref í þágu friðar. Friðarhlaupið sameinar fólk af ólíku þjóðerni og menningu í þeirri hugsjón að hver og einn getur lagt sitt af mörkum fyrir frið. Hópurinn samanstóð af fólki víðs vegar að úr heiminum. Krakkarnir fengu að giska á þjóðerni þeirra, hlustuðu á boðskap þeirra í töluðu máli, söng og tjáningu, hlupu svo með þeim með friðarkyndilinn nokkra hringi á fótboltavellinum og létu hann síðan ganga á milli sín og senda með honum fallegar hugsanir. Skólinn fékk fallega mynd og viðurkenningarskjal að gjöf. Krakkarni okkar voru afar áhugasamir og sýndu gestunum háttvísi og vinalegt viðmót.

Nánari upplýsingar um Friðarhlaupið má finna hér: https://www.srichinmoy.is/fri%C3%B0arhlaupi%C3%B0

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan