Fréttir

Aðventan í Heiðarskóla
30. nóvember 2021
Aðventan í Heiðarskóla

Föstudaginn 26. nóvember hófumst við handa við að færa skólann í jólabúning. Nemendur í 1. - 7. bekk unnu ýmis verk tengd jólunum og nemendur í 8. - 10. bekk tóku þátt í árlegri stofuskreytingarkeppni en úrslitin voru kunngjör í morgun. Dagskrá aðventunnar verður með eins hefðbundnu sniði og hægt er en eins og í fyrra verður útfærslan ólík því sem...

Lesa meira
Starfsdagur og skertur nemendadagur.
23. nóvember 2021
Starfsdagur og skertur nemendadagur.

Fimmtudagurinn 25. nóvember er starfsdagur í Heiðarskóla. Þann dag eru nemendur í fríi og frístundaskólinn lokaður. Föstudagurinn 26. nóvember er svo skertur nemendadagur og lýkur þá skóladegi allra nemenda kl. 11.10. Þennan dag hefjumst við handa við að koma skólanum í jólabúning. Nemendur í 1. - 4. bekk geta fengið sér að borða áður en farið er ...

Lesa meira
Skólastarf næstu þrjár vikur
13. nóvember 2021
Skólastarf næstu þrjár vikur

Ný reglugerð með samkomutakmörkunum hefur verið gefin út gildir hún fyrir tímabilið 13. nóvember til og með 8. desember. Helstu breytingar eru fjöldatakmarkanir og aukin grímunotkun starfsfólks. Aftur ber okkur að takmarka aðgengi utanaðkomandi aðila að skólanum eins og kostur er. Hér er upptalning á því sem okkur ber að fara eftir þessa skóladaga...

Lesa meira
Háttvísidagur Heiðarskóla
8. nóvember 2021
Háttvísidagur Heiðarskóla

Árlega erum við með Háttvísidag Heiðarskóla og tengjum hann við baráttudag gegn einelti sem er 8. nóvember ár hvert. Dagurinn hófst með ljósagöngu. Markmiðið með ljósagöngunni er að sýna táknrænt fram á að það er alltaf ljós í myrkrinu, það er alltaf von. Við göngum saman til að sýna að við erum ekki ein og saman náum við að lýsa upp heiminn. Ljósi...

Lesa meira
Skólaslit og Halloween
29. október 2021
Skólaslit og Halloween

Halloween vika í Heiðarskóla Halloween hefur einkennt þessa viku í skólanum okkar sem tengist mikið verkefnum í vinnu með Skólaslit (sjá skolaslit.is). Síðustu kaflar í sögunni litu dagsins ljós og var spennan mikil.  Kraftur, gleði og samvinna skein á göngum og í stofum í skólanum og var fjölbreytnin mikil. Í dag var svo lokadagurinn þar sem nemen...

Lesa meira
Skertur bleikur Uppbyggingarstefnudagur og vetrarfrí
13. október 2021
Skertur bleikur Uppbyggingarstefnudagur og vetrarfrí

Föstudaginn 15. október er skertur kennsludagur í Heiðarskóla. Allri kennslu lýkur kl. 11.10 en frístundaheimilið er opið frá þeim tíma.   Nemendur í 1.-4. bekk geta borðað hádegismatinn sinn áður en þeir fara heim eða í frístundaheimilið. Rétt er að taka fram að foreldrar nemenda í 5.-10. bekk greiða ekki fyrir máltíðir á skertum dögum.   Uppbygg...

Lesa meira
Starfsáætlun Heiðarskóla 2021 - 2022
11. október 2021
Starfsáætlun Heiðarskóla 2021 - 2022

Starfsáætlun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2021 – 2022 hefur verið samþykkt af skólaráði. Í starfsáætlun skal hver skóli birta stefnu sína samkvæmt aðalnámskrá. Í henni má finna stefnur og markmið starfsins þetta skólaárið ásamt almennum upplýsingum um skólahaldið. Einnig eru þar að finna hinar ýmsu áætlanir, skólareglur og fleira. Ef þið hafið ábend...

Lesa meira
Skólaslit
1. október 2021
Skólaslit

SKÓLASLIT er spennandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. SKÓLASLIT er hrollvekja í þrjátíu og einum hluta. Sagan fjallar um hóp af krökkum sem lokast inni í skólanu...

Lesa meira
Krakkakosningar í Heiðarskóla
25. september 2021
Krakkakosningar í Heiðarskóla

Krakkakosningar 2021 er samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV og eru haldnar í tengslum við kosningar til Alþingis.  Með krakkakosningum er börnum gefið tækifæri til að kynnast fyrirkomulagi almennra kosninga og láta í ljós skoðanir sínar, í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Krakkakosni...

Lesa meira
Sumarlestur bókasafns Reykjanesbæjar
15. september 2021
Sumarlestur bókasafns Reykjanesbæjar

Um síðustu helgi fór fram uppskeruhátíð sumarlesturs hjá Bókasafni Reykjanesbæjar.  Það var sannarlega frábær þátttaka hjá nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar. Heiðarskóli var í 3ja sæti yfir mest lesnar bækur í sumar og erum við ákaflega stolt af nemendum okkar. Í verðlaun fær bókasafn skólans 25.000 kr bókaúttekt. Arnar Steinn, nemandi í Heiðar...

Lesa meira
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan