1. október 2021

Skólaslit

SKÓLASLIT er spennandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar.

SKÓLASLIT er hrollvekja í þrjátíu og einum hluta. Sagan fjallar um hóp af krökkum sem lokast inni í skólanum sínum á hrekkjavöku. Já, og uppvakninga. Ótrúlega marga uppvakninga. Á hverjum degi í október mun birtast einn kafli úr sögunni Skólaslit eftir Ævar Þór í myndlýsingu Ara Hlyns Guðmundssonar Yates. Sagan er sögð með miðstig grunnskóla í huga en er í raun fyrir alla sem þora.

Allir velkomnir að vera með á www.skolaslit.is

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan