29. október 2021

Skólaslit og Halloween

Halloween vika í Heiðarskóla

Halloween hefur einkennt þessa viku í skólanum okkar sem tengist mikið verkefnum í vinnu með Skólaslit (sjá skolaslit.is). Síðustu kaflar í sögunni litu dagsins ljós og var spennan mikil.  Kraftur, gleði og samvinna skein á göngum og í stofum í skólanum og var fjölbreytnin mikil. Í dag var svo lokadagurinn þar sem nemendur komu í búningum í skólann.

7. bekkur var með Pálínuboð, 4. bekkur lærði að teikna zombies í tilefni af Hrekkjavöku og Skólaslitum með hjálp youtube, 1. bekkur litaði drauga, 9. bekkur fór í Halloween kahoot svo dæmi séu tekin.

Foreldrafélagið gaf nemendaráði skraut til að skreyta skólann og fá þau kærar þakkir fyrir.

Sjá myndir í myndasafni. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan