24. mars 2022

Gettu Enn Betur

Seinni undanúrslitarkvöldið í Gettu enn betur, spurningakeppni grunnskóla á Suðurnesjum, fór fram í gærkvöldi í Heiðarskóla.

Lið Heiðarskóla keppti á móti liði Stóru Vogaskóla. Í liði Heiðarskóla voru þau Jón Logi, Hildir, Inga Bryndís og varamaður Þórunn. Leikar fóru þannig að lið Heiðarskóla sigraði með 34 stigum gegn 19. Vel gert hjá okkar fólki. Heiðarskóli mun keppa á móti Akurskóla í úrslitunum sem fram fara í Hljómahöllinni 5. apríl. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan