2. júní 2021

Vorhátíð og skólaslit

Nú fer að líða að lokum þessa skólaárs. Undanfarnar vikur hafa árgangar farið í vorferðalög og kennsla brotin upp með ýmsum hætti t.d. með vettvangsferðum, menntastríði á miðstigi og stuttmyndadögum á elsta stigi.
Eins og s.l. vor munu takmarkanir á samkomum gera það að verkum að vorhátíð og skólaslit munu ekki vera með hefðbundnum hætti.

Föstudagurinn 4. júní er skertur kennsludagur en þá fara hinir árlegu Heiðarleikar fram. Nemendur mæta í skólann kl. 8:10 og hefjast Heiðarleikar kl. 8:50. Umsjónakennarar munu eiga kveðjustund með bekknum sínum að loknum Heiðarleikum og upp úr kl. 11:10 býður foreldrafélag Heiðarskóla nemendum upp á grillaðar pylsur. Í ár verður ekki gert ráð fyrir því að foreldrar eða gestir komi í pylsupartýið og ekki verður boðið upp á skemmtiatriði. Skóladegi lýkur eftir pylsugrillið.

Mánudaginn 7. júní er starfsdagur.

Skólaslit fara fram þriðjudaginn 8. júní og eru tímasetningar eftirfarandi:

Kl. 09.00 - 1., 2. og 3. bekkur.
Kl. 10.00 - 4., 5. og 6. bekkur.
Kl. 11.00 - 7., 8. og 9. bekkur.
Kl. 16.00 - Útskrift 10. bekkjar - Að útskrift lokinni fer fram myndataka og hátíðarkvöldverður.

Athugið:
.    Einn fullorðinn má koma með hverju barni í 1. - 3. bekk
.    Það verður ekki farið í stofur að lokinni athöfn. Nemendur fá vitnisburð afhentan á sal.
.    Stólum verður ekki raðað upp í ytri sal svo gestir geti fært sig til ef þeir vilja forðast mikla nálægð.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan