22. maí 2023

Vegna boðaðra verkfalla félagsmanna STFS

Upplýsingar hafa verið sendar til foreldra/forráðamanna nemenda í Heiðarskóla vegna boðaðra verkfalla félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja sem starfa í grunnskólum. Ef af verkföllunum verður munu þau hafa töluverð áhrif á skólastarf næstu þrjá daga. Við komum öll til með að þurfa að fylgjast með gangi mála, allt fram til kl. 8 í fyrramálið. 

Þriðjudagurinn 23. maí – verkfall boðað kl. 8.00 – 12.00

Skólinn opnar kl. 8.00 (ekki kl. 7.30)

1.-4. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá 8.10 – 9.30. Nemendur fara heim 9.30 og mæta aftur í skólann kl. 11.50. Frístundaheimilið opið frá 13.10 fyrir þá sem þar eru skráðir.

5– 7. bekkur: Kennsla kl. 8.10 – 9.30. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12.10 og í kennslu kl. 12.30 – 13.50. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12.30.

8.-10.bekkur: Í vorferðalögum. Sjá upplýsingar frá umsjónarkennurum. 

Miðvikudagur 24. maí – verkfall boðað kl. 8.00 – 16.00

Skólinn opnar kl. 8.00 (ekki kl. 7.30)

1.og 2.bekkur: Í vorferðalögum. Sjá upplýsingar frá umsjónarkennurum. Nemendur fara heim að ferðalögum loknum.

3.og 4. bekkur: Kennsla kl. 8.10 – 9.30. Þá fara nemendur heim og koma aftur kl. 11.50 – 13.10.

Engin frístund þennan dag.

5.-7. bekkur: Kennsla kl. 8.10 – 9.30. Þá fara nemendur heim og koma aftur í kennslu kl. 12.30-13.50.

8.-9. bekkur. Kennsla óskert ásamt frímínútum og matartíma. Verkfall gæti haft áhrif á tiltekna tíma í námsveri á unglingastigi og námslegan stuðning í bekkjum.

10.bekkur: Í útskriftarferð

Fimmtudagur 25. maí – verkfall boðað kl. 8.00 – 12.00

Skólinn opnar kl. 8.00 (ekki kl. 7.30)

1.-4. bekkur: Kennsla samkvæmt stundaskrá frá kl. 8.10 – 9.30. Nemendur fara heim kl. 9.30 og mæta aftur í skólann kl. 11.50.

Frístundaheimilið er opið frá 13.10 fyrir þá sem þar eru skráðir.

5.-7.bekkur: Kennsla kl. 8.10 – 9.30. Þá fara nemendur heim og koma aftur í mat kl. 12.10 og í kennslu kl. 12.30 – 13.50. Þeir sem ætla að borða hádegismat heima koma í kennslustund kl. 12.30.

8.-10.bekkur: Kennsla óskert ásamt frímínútum og matartíma. Verkfall gæti haft áhrif á tiltekna tíma í námsveri á unglingastigi og námslegan stuðning í bekkjum fyrir hádegi.

Stjórnendur hringja í foreldra þeirra barna sem venjulega njóta stuðnings stuðningsfulltrúa allan daginn. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan