15. september 2021

Sumarlestur bókasafns Reykjanesbæjar

Um síðustu helgi fór fram uppskeruhátíð sumarlesturs hjá Bókasafni Reykjanesbæjar.  Það var sannarlega frábær þátttaka hjá nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar. Heiðarskóli var í 3ja sæti yfir mest lesnar bækur í sumar og erum við ákaflega stolt af nemendum okkar. Í verðlaun fær bókasafn skólans 25.000 kr bókaúttekt.

Arnar Steinn, nemandi í Heiðarskóla, er einn af vinningshöfum í sumarlestrinum. Arnar Steinn las yfir 80 bækur í sumar sem er alveg magnað. Við óskum honum innilega til hamingju.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan