14. desember 2021

Stofujól 20. desember

Mánudaginn 20. desember verður hin árlega jólaskemmtun í skólanum en hún fer ekki fram í íþróttasal eins og hefð er fyrir heldur í umsjónarstofum, eins og gert var í fyrra. 

Nemendur mega koma með smákökur eða annað sætabrauð og drykk að eigin vali. Gos er leyfilegt en þó ekki orkudrykkir. Nemendur eru hvattir til að mæta snyrtilega klæddir. Jólastundir allra árganga hefjast kl. 9.00 og standa yfir í um klukkustund. Þennan dag er frístundaheimilið lokað.

Jólafrí nemenda hefst að lokinni jólahátíð. Mánudagurinn 3. janúar er starfsdagur og því frí í skólanum og frístundaheimilið lokað. Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 4. janúar.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan