21. október 2019

Starfsdagar, vetrarfrí og afmæli

Framundan er óvenju langt frí hjá nemendum okkar. Miðvikudagurinn 23. október er skertur dagur hjá okkur en þann dag munu nemendur fást við verkefni sem tengjast einu einkunnarorði skólans, háttvísi og Uppbyggingarstefnunni. Nemendur á unglingastigi fara þó eftir sinni stundatöflu á valgreinatímanum milli 8.10 - 9.30. Skóladegi allra nemenda lýkur kl. 11.10 en frístundaheimilið er opið. Nemendur í 1. - 4. bekk geta borðað áskriftarmat sinn eða nesti áður en þeir fara heim eða í frístund. Rétt er að taka fram að foreldrar nemenda í  mataráskrift í 5. - 10. bekk greiða ekki fyrir mat þennan dag.

Síðar um daginn heldur stór hópur starfsfólks skólans til Toronto í starfsþróunarferð. Þar mun hópurinn sitja námskeið um Uppbyggingarstefnuna og heimsækja skóla. Er það ástæðan fyrir því að 24. og 25. október eru starfsdagar og nemendur þá í fríi. 28. og 29. október er svo vetrarfrí í grunnskólum Reykjanesbæjar. Nemendur eru sem sagt í fríi í skólanum 24. - 29. október.

Afmælishátíð Heiðarskóla fer síðan fram miðvikudaginn 6. nóvember. Hátíðardagskrá verður í íþróttasalnum kl. 9.30 og að henni lokinni verður nemendum, starfsfólki og boðsgestum boðið upp á afmælisköku. Ekki er gert ráð fyrir þátttöku foreldra þennan dag þar sem húsrými leyfir ekki slíkan fjölda. Ef einhverjir eiga leið hjá á þessum tíma eru þeir þó að sjálfsögðu velkomnir.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan