13. nóvember 2021

Skólastarf næstu þrjár vikur

Ný reglugerð með samkomutakmörkunum hefur verið gefin út gildir hún fyrir tímabilið 13. nóvember til og með 8. desember. Helstu breytingar eru fjöldatakmarkanir og aukin grímunotkun starfsfólks. Aftur ber okkur að takmarka aðgengi utanaðkomandi aðila að skólanum eins og kostur er.


Hér er upptalning á því sem okkur ber að fara eftir þessa skóladaga sem reglugerðin nær til:
.    Í grunnskólum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmarkanir.
.    Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á göngum og í matsal er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun. Einnig eiga fjöldatakmarkanir ekki við um frímínútur á skólalóð.
.    Nálægðarmörk eru 1 metri milli ótengdra aðila.
.    Heimilt er að víkja frá 1 metra nálægðartakmörkun milli nemenda í grunnskólum þar sem henni verður ekki viðkomið.
.    Nemendur í 1. - 10. bekk eru undanþegin grímuskyldu.
.    Starfsfólk mun nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun.
.    Blöndun milli hópa er heimil.

Nú vonum við það besta og hjálpumst að við að fara varlega og vera sérstaklega vakandi fyrir einkennum. Ef þeirra verður vart ættu börnin ekki að koma í skólann og ráðlagt að panta í einkennasýnatöku.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan