30. desember 2020

Skólastarf frá áramótum samkvæmt nýrri reglugerð

Takmarkanir á skólahaldi verða rýmkaðar frá gildandi reglum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir frá 1. janúar 2021 til og með 28. febrúar 2021.

Helstu breytingar í grunnskólum eru að frá og með 5. janúar verður  hægt að kenna öllum nemendum samkvæmt stundaskrá án takmarkana í rýmum eða í mötuneyti. Kennsla valgreina hefst 18. janúar þegar 3. valtímabil á að hefjast samkvæmt skóladagatali.

Þetta þýðir að allir nemendur Heiðarskóla mæta í skólann samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar 2021 og frístund verður opin til kl. 16.15 en ekki til kl. 15.30. Nú verður hægt að nýta búningsklefana fyrir bæði íþróttir og sund og eiga nemendur því að koma með íþróttaföt til skiptanna og handklæði þá daga sem þeir eiga að fara í íþróttatíma. Nemendur mega mest vera 50 saman í rými en engin fjöldatakmörkun gildir í sameiginlegum rýmum eins og göngum og matsal.
Aðrar helstu breytingar snúa að starfsmönnum en nú er þeim heimilt að vera 20 saman í rými en ekki 10. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu þeirra á milli innandyra ber þeim að nota grímur. Í sameiginlegum rýmum, m.a. matsal verður heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því gefnu að starfsfólk noti grímur. 
Við förum áfram varlega og hugum vel að hreinlæti og persónulegum sóttvörnum. Áfram verður mikilvægt fyrir okkur öll, börn og fullorðna, að mæta ekki í skólann með einkenni farsóttarinnar og aðgengi foreldra og annarra aðstandenda þarf eftir sem áður að vera takmarkað við allra nauðsynlegustu heimsóknir.

Hér má sjá reglugerðina: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81

English in short:
From January 5th school will be as close to normal for all students. Students in grades 8 - 10 should attend school according to their usual timetable, just like younger students have done. Elective courses in grades 8 - 10 will start on 18 January.
Frístund will be open until 16.15, not 15.30 as it has been for the past weeks.
We will now be able to use the dressing rooms for both sports and swimming so students should bring sports clothes and a towel when they have sports.
We should all carry on being careful. Sanitation and cleanliness are very important, and if we have pandemic symtoms, we should not attend school. We will also have to continue with restricted access of parents and other grown-up people to the school.

The Health Ministry´s regulation can be found here: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan