19. ágúst 2020

Skólasetning 24. ágúst 2020

Mánudaginn 24. ágúst er skólasetning í Heiðarskóla en í ljósi aðstæðna verður hún með breyttu sniði.

Nemendur í 1. bekk koma, venju samkvæmt, með foreldrum sínum í samtal til umsjónarkennara á þeim tíma sem þeir hafa verið boðaðir. Í þeim samtölum þurfa þeir fullorðnu að virða 2ja metra regluna og gæta þess að vera með hreinar hendur áður en inn í skólann er komið.

Kl. 9.00 eiga nemendur í 2. - 10. bekk að mæta á skólasetningu og fara beint í sínar heimastofur en ekki fyrst í sal eins og venja er. Þar munu þeir verja tæpum klukkutíma með umsjónarkennurum sínum. Foreldrar geta óskað eftir því að fylgja börnum sínum á skólasetningu inn í skólann af sérstökum ástæðum með því að senda póst á umsjónarkennara eða stjórnendur. Umsjónarkennarar í 8. bekk munu boða sína nemendur og eitt foreldri með hverjum þeirra í skólann í minni hópum vegna afhendingu spjaldtölva og undirritun samninga. Nánari upplýsingar munu berast frá umsjónarkennurum fyrir helgi.

Á mánudaginn munu umsjónarkennarar senda til foreldra upplýsingar fyrir skólaárið sem mikilvægt er að farið verði vel yfir. Foreldrar eru í framhaldinu eindregið hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara ef þeir hafa spurningar, vilja frekari upplýsingar eða þurfa að koma upplýsingum til skila.

Nemendur nota eftirfarandi innganga í skólann þegar þeir koma á skólasetningu:
Guli inngangur (við Heiðarból): 1. - 4. bekkur
Aðalinngangur (við hringtorg): 5. - 7. bekkur
Blái inngangur (við bílastæði): 8. - 10. bekkur

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan