19. desember 2022

Skólahald fellur niður 20.12.


Í ljósi mikillar ófærðar og áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa jólaskemmtunum í grunnskólum á morgun, þriðjudaginn 20. desember. Ávörðunin sem tekin er í samráði við umhverfissvið bæjarins er til að tryggja öryggi barna, fækka bílum í umferð og til að snjómokstur geti gengið greiðlega fyrir sig. Bæði götur og gangstéttar eru illfærar sem stendur og þá munu ferðir strætisvagna liggja niðri á morgun.

Sendur hefur verið tölvupóstur á foreldra/forráðamenn. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan