30. nóvember 2020

Skertur skóladagur 4. desember

Föstudagurinn 4. desember er skertur kennsludagur og mun þá skóla ljúka kl. 11.10. Nemendur í 1. - 4. bekk geta borðað hádegismatinn sinn áður en þeir fara heim eða í frístundaheimilið. Rétt er að taka fram að foreldrar nemenda í 5. - 10. bekk greiða ekki fyrir máltíðir á skertum dögum.

Þennan dag verður m.a. unnið að verkefnum tengdum aðventunni í 1. - 6. bekk og nemendur í 7. - 10. bekk taka þátt í hinni árlegu stofuskreytingakeppni. Við hvetjum alla nemendur til að mæta í fatnaði sem minnir á jólin þennan dag.

Dagskrá aðventunnar verður með eins hefðbundnu sniði og hægt er en útfærslan ólík því sem við eigum að venjast í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum nú við. Nemendur úr mismunandi árgöngum munu t.d. ekki koma saman á jólasöngstundum á sal, bókaupplestur verður rafrænn, boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur í kennslustofum en ekki á sal og jólahátíð mun sömuleiðis fara fram í kennslustofum en ekki í íþróttasal. Meðfylgjandi er yfirlit yfir helstu viðburði sem eru sameiginlegir fyrir allan skólann eða aldursstig.  Upplýsingar um annað uppbrot berast frá umsjónarkennurum.
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan