13. október 2021

Skertur bleikur Uppbyggingarstefnudagur og vetrarfrí

Föstudaginn 15. október er skertur kennsludagur í Heiðarskóla. Allri kennslu lýkur kl. 11.10 en frístundaheimilið er opið frá þeim tíma.  
Nemendur í 1.-4. bekk geta borðað hádegismatinn sinn áður en þeir fara heim eða í frístundaheimilið. Rétt er að taka fram að foreldrar nemenda í 5.-10. bekk greiða ekki fyrir máltíðir á skertum dögum.  

Uppbyggingastefnudagurinn er þennan dag og munu nemendur vinna verkefni tengd henni. Á heimasíðu skólans má finna góðar upplýsingar um Uppbyggingarstefnuna og bendum við sérstaklega á stutt en greinagóð myndbönd sem Lóa, aðstoðarskólastjóri, hefur sent á foreldrahópinn undanfarnar vikur, þrjú talsins.

Þessi ágæti föstudagur er einnig bleiki dagurinn sem haldinn er árlega í tilefni af baráttunni gegn krabbameini. Eins og venja er höfum við sýnt baráttunni stuðning með því að hvetja starfsfólk og nemendur til að mæta í einhverju bleiku þennan dag.

Vetrarfrí er í skólanum mánudaginn 18. október og þriðjudaginn 19. október.

English:
Friday October 15th is a short school day. School will end at 11:10 but frístund will be open. Students in grades 1 - 4 can have lunch before they go home or to frístund. No lunch is served for students in grades 5 - 10.

On this day we will do Restitutuion assignments (Uppbyggingarstefnan). Information about Restitution is found on the school´s web site and Lóa, assistant principal, has sent information videos in the last three weeks which we encourage parents to listen to.

Friday October 15th is also a pink day because of the fight against cancer. Both students and staff can therefore wear something pink that day.

Monday 18th and Tuesday 19th of October we have a winter break. Both school and frístund will be closed.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan