26. janúar 2022

Sigurvegari í teiknimyndasamkeppni

Nemendur í 3. bekk tóku á dögunum þátt í teiknimyndasamkeppni á vegum breska sendiráðsins sem hét „Draw a Scientist“. Samkeppnin var í boði fyrir 5 – 14 ára börn á Íslandi og áttu þau að teikna vísindamanneskju og gefa henni nafn. Mikill fjöld mynda bárust í keppnina og í ljósi þess ákváðu dómarar að velja tvo vinningshafa.

Garðar Júlían Alexandersson nemandi í Heiðarskóla er einn af sigurvegurunum og erum við ákaflega stolt af honum. Hér má sjá Garðar Júlían með sigurmyndina.

Mynd Garðars Júlíans mun birtast í bók sem gefin verður út á næstunni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan