21. maí 2023

Sigurvegarar í Skólahreysti 2023!

Lið Heiðarskóla gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum í úrslitum Skólahreystis 2023 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Liðið okkar skipuðu þau Alísa Myrra, Guðlaug Emma, Jón Ágúst og Sigurpáll Magni ásamt varamönnunum Snorra Rafni og Ylfu Vár. Þjálfarinn þeirra var einn íþróttakennaranna okkar hann Sveinn Þór Steingrímsson. 

Árangur liðsins var á þessa leið:

Jón Ágúst - upphýfingar 52, 1. sæti; dýfur 51, 1. sæti

Alísa Myrra - armbeygjur 31, 4. sæti; hreystigreip 07:41 mín, 3. sæti

Guðlaug Emma og Sigurpáll Magni - hraðaþraut: 02:09, 1. sæti

Samtals unnu þau með öruggum 67 stigum. Í 2. sæti urðu nágrannar okkar í Holtaskóla með 50,5 stig og í 3. sæti hafnaði lið Garðaskóla með 42 stig. 

Við erum að vonum ákaflega stolt af þessum ofurhraustu krökkum og þeirra frábæra árangri og óskum þeim og Svenna innilega til hamingju.

Holtaskóla færum við einnig hamingjuóskir.

Þess má til gamans geta að þetta er í 5. sinn sem lið Heiðarskóla sigrar í Skólahreysti og hefur það þrisvar sinnum hafnað í 2. sæti.

Áfram Heiðarskóli!

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan