11. mars 2021

Rýmingaráætlanir

Undanfarnar vikur hafa jarðskjálftar vegna jarðhræringa á Reykjanesinu sett svip sinn á líf okkar og störf. Nemendum okkar hefur verið leiðbeint um rétt viðbrögð við jarðskjálftum og nokkur umræða hefur verið í hópum vegna jarðhræringanna. Umræðan hefur vafalaust einnig farið fram heima og fyrir vikið sýna nemendur ró og yfirvegun þegar náttúran minnir á sig.

Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér rýmingaráætlanir skólans en þær eru tvær, annars vegar fyrir rýmingu þegar ógn steðjar af umhverfinu eins og t.d. vegna jarðhræringanna og hins vegar vegna ógnar í skólabyggingunni s.s. eldsvoða.

Rýmingaráætlun Heiðarskóla 

English in short: The school´s evacuation plans are attached. Because of the earthquakes and possible eruptions parents need to be familiar with the plans. They are in Icelandic so you will need to seek help with reading through them if you are not able to read Icelandic. The children are safe at school and have been calm when earthquakes have happened during school time.  

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan