6. maí 2020

Lóa Björg ráðin aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla

Lóa Björg Gestsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla.

Lóa Björg lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 1996 frá Kennaraháskóla Íslands og MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2019.

Hún starfaði sem grunnskólakennari í Holtaskóla á árunum 1999 - 2007 og var síðan ráðin deildarstjóri í Sandgerðisskóla og starfaði þar sem slíkur í tæp 8 ár. Frá árinu 2015 hefur hún starfað sem námsbrautarstjóri hjá ISAVIA við góðan orðstír.

Lóa Björg mun hefja störf 1. ágúst og bjóðum við hana velkomna í starfslið Heiðarskóla.

María Óladóttir hefur leyst af sem aðstoðarskólastjóri á þessu skólaári og gert það með miklum sóma. Hún mun sinna því verkefni út skólaárið.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan