11. júní 2020

Ljóðasamkeppni Heiðarskóla

Ljóðasamkeppni Heiðarskóla var haldin í fimmta sinn undir lok skólaársins. Allir nemendur skólans höfðu möguleika á að taka þátt en ljóðin voru flokkuð eftir aldursstigum, 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Covid 19 hafði greinilega einhver áhrif á skáldin en öll sigurljóðin fjalla að einhverju leyti um heimsfaraldurinn.
Sigurvegarinn í 1.-4. bekk var Ósk Eyberg Rúnarsdóttir nemandi í 4. bekk. Á miðstigi var sigurvegarinn Birta Mjöll Böðvarsdóttir nemandi í 5. bekk. Emil Aron Gunnarsson í 10. bekk átti sigurljóðið í 8.-10. bekk. Öll fengu þau bókaverðlaun á skólaslitunum 4. júní.
2020
 
Ósýnilegur laumufarþegi
umturnar heiminum, lífinu öllu.
Ljósin slökkt, skellt í lás.
Uppnám, hræðsla, óvissa.
Fjölskyldan saman, spilað, spjallað.
Hægt og rólega verður lífið betra
og betra.
Heimurinn breyttur.
Tveir metrar og spritt nýir siðir.
 
-Ósk Eyberg 4. KJ
 
Hvar ertu sumar?
 
Vorið er á enda.
Hvar ertu sumar?
Ég nenni ekki að elda
langar í grillaðan humar.
 
Veturinn var kaldur.
Horfði daglega á Covid fund,
því þessi blessaði heimsfaraldur
bannaði öllum að fara í sund.
 
Þá neyddist ég til að fara bara í bað.
Hversu glatað er það?!
 
-Birta Mjöll 5. LF
 
Ljóðið þitt
 
Ég hef verið heima í mánuð.
Ég sakna sólarinnar og loftsins,
lífsins og vinanna.
Sakna fólksins og þín.
 
Núna ligg ég upp í rúmi,
að velta fyrir og bíða,
bíða eftir nýjur Tiger King á Netflix
og velti fyrir mér hvort þú komir.
 
-Emil Aron Gunnarsson 10. ÞE
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan