12. júní 2020

Kveðju- og þakkarstund

Á skólaslitum eða útskrift 10. bekkjar hefur venjan verið að kveðja þá starfsmenn sem hætta hjá okkur og veita þeim gjafir sem náð hafa 10 eða 20 ára starfsaldri í Heiðarskóla. Í ár fór þetta fram á starfsdögunum sem tóku við skólaslitadegi loknum. Margrét Eðvaldsdóttir fékk gjöf frá skólanum fyrir 10 ára starfsafmæli og Þórunn Sigurðardóttir fyrir sín 20 ár í Heiðarskóla. Elísabet Guðrún, kennari í 3. bekk og Lilja Dögg, umsjónarkennari í 5. bekk voru kvaddar og þakkað fyrir góð störf og frábært samstarf. Svo er það hún Auður Helga Jónatansdóttir, sem mun í sumar ljúka sínum langa og afar farsæla kennsluferli. Hún hefur starfað í leik- og grunnskólum bæjarins frá árinu 1978. Var hún kvödd með virktum.  Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helgi Arnarson fræðslustjóri og Haraldur Axel Einarsson voru með starfsfólki skólans á þessari skemmtulegu stund.
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan