13. september 2022

Göngum í skólann_bæjarstjórinn í heimsókn

Heiðarskóli tekur þátt í verkefninu "Göngum í skólann" sem er á vegum ÍSÍ. Þar eru nemendur og starfsfólk hvött til að ganga í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 

Í morgun kom bæjarstjórinn okkar, Kjartan Már Kjartansson, í heimsókn og hrósaði nemendum fyrir dugnað að koma gangandi í skólann. Nemendur voru hæst ánægðir með að fá hrós frá bæjarstjóranum og var þetta þeim mikil hvatning að halda áfram. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan