15. nóvember 2022

Dagur íslenskrar tungu og menningarstundir

Dagur íslenskrar tungu er á miðvikudaginn 16. nóvember. Eins og venja er munu nemendur í 1. - 7. bekk koma saman á menningarstundum á sal þar sem samliggjandi árangar syngja saman Á íslensku má alltaf finna svar og Heiðarskólasönginn og sýna hverjum öðrum atriði á sviði. Ekki hafa verið haldnar menningarstundir í hefðbundinni mynd undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldurs og verður því gaman að endurvekja þessa hefð. Nemendur í 8. - 10. bekk vinna að ýmsum verkefnum í tengslum við daginn hjá íslenskukennurum.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan