20. desember 2021

Aðventan í Heiðarskóla

Aðventudagskráin í ár var með eins hefðbundnu sniði og aðstæður leyfðu en samt ólík því sem við eigum að venjast. Nemendur fengu upplestur frá ýmsum rithöfundum, fóru í jólaratleik um skólann, voru  með súkkulaði og piparkökustund, horfðu á jólamynd og borðuðu saman hátíðarmáltíð á sal skólans með sínum árgang. Eins og í fyrra vorum við með stofujól í stað jólahátíðar í íþróttasal skólans og var dagskrá m.a. í rafrænu formi þar sem nemendur horfðu á jólakveðju bekkjanna, sungu jólalög með undirspili og horfðu á helgileik í umsjá 7. bekkjar sem tekinn var upp á dögunum. Bekkirnir áttu góða jólastund saman og ríkti gleði og værð í hverri stofu.

Á dögunum kaus hver bekkur um þrjú uppáhalds jólalög bekkjarins og þegar niðurstöður kosninga lágu fyrir í öllum bekkjum voru þetta þau þrjú jólalög sem fengu flest stig: Snjókorn falla, Snæfinnur snjókarl og Last Christmas. Skólinn fékk starfsmenn í 88 húsinu og söngvarann og leikarann Sigurð Smára í lið með sér til að taka lögin upp og var upptakan spiluð á stofujólunum og krakkarnir hvattir til að syngja með. Við leyfum þessari upptöku að fylgja þessari frétt og þökkum um leið Sigurði Smára og starfsmönnum 88húsins fyrir samstarfið og að gera þetta einstaklega vel. 

Hér er myndbandið. 

Mánudaginn 3. janúar er starfsdagur og því frí í skólanum og frístundaheimilið lokað. Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 4. janúar.

Þá er jólafríið formlega hafið. Við óskum þess að þið eigið gleðileg jól og þökkum fyrir stundirnar á árinu sem er að líða.

The Christmas holiday will be from December 20th to January 3rd. The school will start again on January 4th.


Hlýjar kveðjur,
starfsfólk Heiðarskóla

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan