30. nóvember 2021

Aðventan í Heiðarskóla

Föstudaginn 26. nóvember hófumst við handa við að færa skólann í jólabúning. Nemendur í 1. - 7. bekk unnu ýmis verk tengd jólunum og nemendur í 8. - 10. bekk tóku þátt í árlegri stofuskreytingarkeppni en úrslitin voru kunngjör í morgun.

Dagskrá aðventunnar verður með eins hefðbundnu sniði og hægt er en eins og í fyrra verður útfærslan ólík því sem við eigum að venjast í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum nú við. Nemendur úr mismunandi árgöngum munu t.d. ekki koma saman á jólasöngstundum á sal, bókaupplestur verður að mestu rafrænn og líkur er á að jólahátíð muni aftur fara fram í stofum en ekki í íþróttasal. Við höfum tekið tillit til ýmissa tillagna sem komu fram á lýðræðisfundum deildarstjóranna með fulltrúum nemenda úr hverjum bekk um aðventuskipulagið. Meginniðurstaða þeirra var þó sú að nemendum þykir vænt um þær hefðir sem hafa skapast í skólanum og vilja ekki miklu breyta.

Meðfylgjandi er yfirlit yfir helstu viðburði sem eru sameiginlegir fyrir allan skólann eða aldursstig. Ég bið ykkur um að skoða það vel. Upplýsingar um annað uppbrot berast frá umsjónarkennurum.

/media/2/adventudagskra2021heimilin.pdf

Vakin er athygli á því að 16. desember verður hátíðarmatur í hádeginu. Þeir sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð, þ.e. ,,hátíðarmiða" á 850 kr. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir ,,hátíðarmiða" í mötuneytinu. Þennan dag verður hátíðarkalkúnn í matinn ásamt meðlæti og ís í eftirrétt. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 8. - 14. des. milli kl. 9-11 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan