8. nóvember 2022

Baráttudagur gegn einelti

Í dag 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Í Heiðarskóla tímasetjum við ár hvert einn af einkunnarorðadögunum okkar þremur, háttvísisdaginn, í sömu viku og þann dag ber niður.

Á morgun er því háttvísisdagurinn okkar en þá munu nemendur vinna ýmis verkefni hluta úr degi með umsjónarkennurum sínum sem tengjast virðingu og samskiptum.

Að þessu tilefni vekjum við athygli á nýuppfærðri áætlun skólans um samskiptavanda og einelti og ferla er henni tengjast. Gögnin má finna má hér: http://www.heidarskoli.is/skolinn/samskipta--og-eineltisaaetlun Hafa þau verið samræmd milli grunnskóla Reykjanesbæjar.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan