Farsæld barna
Þann 1. janúar 2022 tóku lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna gildi. Markmið þeirra er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi.
Börn og foreldrar hafa aðgang að tengilið í heilsugæslu, skóla eða félagsþjónustu. Hjá tengilið er hægt að fá aðstoð við að sækja viðeigandi þjónustu, á öllum þjónustustigum.
Hlutverk tengiliðar er:
· Að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi
· Að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar
· Að aðstoða við frummat á þörfum barns
· Að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu
· Að koma upplýsingum til réttra aðila ef þörf er á málastjóra
· Að taka þátt í starfi stuðningsteymis ef það á við
Nemendur og forráðamenn skólans geta óskað eftir samtali við tengiliði skólans með því að smella hérna.
Á eftirfarandi tenglum má finna ýmsar upplýsingar um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna:
· Farsæld barna
· Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
· Farsæld barna – Heimasíða RNB
Tengiliðir farsældar í Heiðarskóla
Heba Maren Sigurpálsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
María Óladóttir, aðstoðarskólastjóri
Una Björk Kristófersdóttir, skólafélagsráðgjafi
- Almennar upplýsingar
- Skólahverfi
- Skólanámskrá
- Skóladagatal
- Lestur allan skólann
- Kynningar á skólastarfi
- Skólareglur
- Mat á skólastarfi
- Starfsmenn
- Eyðublöð
- Samskipta- og eineltisáætlun
- Viðbragðsáætlanir
- Frístundaheimilið
- Heilsugæsla
- Skólaráð
- Skólasöngur
- Uppbyggingarstefnan
- Persónuvernd
- Menntastefna Reykjanesbæjar
- Farsæld barna