💙 Háttvísidagur í Heiðarskóla 💙
Í dag var Háttvísidagur í Heiðarskóla í tilefni af degi eineltis sem haldinn er ár hvert 8. nóvember.
Háttvísi er eitt af einkunnarorðum Heiðarskóla, og á þessum degi viljum við minna á mikilvægi þess að sýna virðingu, vináttu og umhyggju bæði í orðum og gjörðum.
Dagurinn hófst á því að kennarar útskýrðu markmið dagsins og síðan fóru allir út til að knúsa skólann. Nemendur tóku höndum saman og mynduðu hring utan um skólann, falleg táknmynd samstöðu og vináttu. Að lokinni knúslotu klöppuðum við hátt til að sýna þátttöku og einingu.
Í kjölfarið bjuggu allir til vinabönd sem þau skiptu svo sín á milli og unnu að Þakklætisveggnum þar sem nemendur skrifuðu á hjörtu það sem þau eru þakklát fyrir í skólanum eða í lífinu. Mun svo stór hjartaveggur prýða bláa stigann undir yfirskriftinni „Við erum þakklát fyrir...“
Dagurinn endaði á bekkjarfundi þar sem nemendur ræddu saman um vináttu, samstöðu og hvernig við getum gert skólann okkar enn betri.
Það var sannkallaður samstöðu- og gleðidagur í Heiðarskóla. 💫









