15. maí 2014

Vorhátíð

Í dag, fimmtudaginn 15. maí, verður vorhátíð FFHS haldin klukkan 17:00-19:00 í Heiðarskóla. Hoppukastali og önnur leiktæki verða á staðnum og munu meðlimir úr Sirkus Íslands mæta og taka nokkur atriði. Grillið verður á staðnum og geta allir grillað pylsur eða annað góðgæti en Foreldrafélagið býður upp á sósur og meðlæti. Seldar verða pylsur og pylsubrauð í stykkjatali. Vinnustöðvun grunnskólakennara hefur ekki áhrif á hátíðarhöldin þar sem skipulag og vinna er alfarið í höndum Foreldrafélagsins.

Hlökkum til að sjá sem flesta

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan