Villi, Sævar Helgi og alheimurinn!
Þeir Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason heimsóttu krakkana í 1.-4. bekk í morgun. Bókin þeirra Vísindabók Villa - Geimurinn og geimferðir kom út fyrir skömmu en í henni í heilmikill fróðleikur um fallegu stjörnurnar sem blika á himninum og auðvitað margt, margt fleira. Þeir félagar höfðu stutta en áhugaverða kynningu á stærðarhlutföllum pláneta og sóla og gerðu síðan skemmtilegar tilraunir. Að lokinni þessari góðu stund á sal urðu forvitin andlit ungu nemendanna okkar himinlifandi þegar Haraldur aðstoðarskólastjóri færði þeim skilaboð um að Heiðarskóli væri klárlega orðinn uppáhalds skólinn þeirra! Fleiri myndir má sjá í myndasafni.