Vika 3 í samkomubanni/EN below
Þar sem engin breyting hefur orðið á tilhögun samkomubanns er varðar grunnskólana verður skipulag kennslu dagana 30. mars - 3. apríl með sama hætti og undanfarnar tvær vikur. Nemendahópar í 1. - 6. bekk verða sem sagt annan hvern dag í skólanum og sama á við um frístund í 1. og 2. bekk. Engin breyting verður á tímasetningum eða á því hvaða innganga skólans hópar fara inn og út um. Umsjónarkennarar senda póst til foreldra þar sem fram kemur hvaða hópar mæta á hvaða dögum. Sama fyrirkomulag verður á heimavinnu nemenda í 7. - 10. bekk.
Í samvinnu við foreldra hefur skólastarfið á tíma samkomubanns gengið vel og það ber að þakka. Nemendur hafa staðið sig ákaflega vel bæði í skólanum og í heimanáminu.
EN: Next week students in grades 1 - 6 will attend school every other day like they have done in the past two weeks. The same applies for frístund in grades 1 and 2. Teachers will send an e-mail to parents with information about what days the student groups attend school. Students in grades 7 - 10 will carry on with homework assigned by their teachers. Thanks to positive attitudes and an effective collaboration between the school and parents/guardians in unusual circumstances students have been doing well during schooling restrictions, both in school and studying at home.