13. október 2014

Víðavangshlaup Heiðarskóla

Á mánudaginn og þriðjudaginn í síðustu viku fór fram víðavangshlaup Heiðarskóla á opna svæðinu á milli Heiðarbóls og Valla. Nemendur á öllum aldursstigum tóku þátt og gátu valið um að hlaupa 1,1; 2,2; eða 3,3 km. Veittar voru viðurkenningar fyrir 1., 2. og 3. sætið í öllum ágöngum en nemendur á unglingastigi höfðu einnig möguleika á að hreppa titilinn „Ofurhlaupari Heiðarskóla". Ingi Þór Ólafsson varði titilinn frá því í fyrra og verður hann því Ofurhlauparinn okkar í eitt á í viðbót. Veðrið lék við okkur þessa daga og fór allt vel fram. Fjölda mynda má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan